top of page

Greed // Ágirnd

Svala Hannesdóttir | 1952 | 35 min

Svala Hannesdóttir var fædd árið 1928, hún var mikil áhugamanneskja um leikhús og leik og skráði sig í Leikskóla Ævars Kvaran í kringum 1950. Í náminu samdi hún leikþáttinn Ágirnd fyrir leiksvið en þetta var látbragðsleikur án tals þar sem farið var í hinn mannlega harmleik sem græðgi og ásælni í auðfengið fé er. Hinn mikli kvikmyndafrumkvöðull, Óskar Gíslason, sá leikþáttinn og vildi setja hann í kvikmyndabúning. Í samstarfi við Óskar og aðstoðarmann hans, Þorleif Þorleifsson, setti Svala Ágirnd í kvikmyndabúning. Myndin varð alræmd eftir að hún kom út og var farið hamförum í blöðunum gegn henni og því guðlasti og gjálífi sem hún boðaði sem endaði með lögregluskoðun á myndinni. Svala er titlaður leikstjóri Ágirndar og er með því fyrsta konan til að leikstýra leikinni mynd á Íslandi. Eftir útkomu myndarinnar og viðbrögðin sem hún fékk hætti Svala að leika og þegar hún lést árið 1993 voru engar minningargreinar skrifaðar um hana.

Kvikmyndasafn Íslands –

National Film Archive of Iceland  https://kvikmyndasafn.is/

Ágirnd__ Greed.jpg

KVIKMYNDASAFN ÍSLANDS  

A collaboration with the National Film Archive of Iceland.

Kvikmyndasafns Íslands er saga og þróun kvikmyndagerðar á Íslandi sem endurspegla íslenskan kvikmyndaarf. Hreyfimyndahátíðin PCF mun bjóða uppá sýningar fyrir almenning á eldri og nýjum verkum Íslensku stuttmyndarinnar frá safninu, nú og á komandi hátíðum.

 

 

In 2021 we will screen 5 films from the Icelandic Film Museum.        https://kvikmyndasafn.is/

www.ruv.is

bottom of page