Núllpunktur

Rebekka Rafnsdóttir | 7 min

Frá sjónarhóli ljóss er ekkert aðgreint frá öðru, hraðinn fullkomnaður, kominn eins langt og mögulegt er. Möguleikarnir búnir að ná sjálfum sér jafn oft og þeir urðu til svo allur tími verður eitt augnablik. Heimur okkar er hluti af heild, alheimi sem á uppruna sinn að rekja til núllpunktarins sem umvefur sýndarveruleika efnis, tíma og rýmis. Óefnislegur útgeislandi kraftur skiptir um fasa því lengra sem hann fjarlægist núllpúnktinn. Ljósið er núllpunkturinn, fullhlaðin og tómur. Því hægar sem orkan ferðast gegnum rými því efniskenndari verður hún.

 

Enginn tími er til frá sjónarhorni ljóss, og engar vegalengdir til heldur. Enginn tími hefur liðið milli tveggja enda á ljósgeisla sama hversu „langt“ hann hefur ferðast. Í heimi ljóssins er því ekkert bil á milli, afstæði eða skekkja. Engin miðpunktur ekkert upphaf miðja eða endir. Ljós ferðast ekki um rými það bara “er” þar sem þrívítt rúm fellur saman og verður að núllpunkti án rýmis eða tíma. Frá þessum sjónarhóli má líta á eilífðina og efnið sem frosið ljós, klakabönd sem villa okkur sýnir.

PARTNERS

Stockfish Film Festival

Bíó Paradís

SHARE

  • Black Facebook Icon
  • Black Instagram Icon

 

LOCATION

 

 

 

 

Hverfisgötu 54, 101 Reykjavík
 

INSTAGRAM: Physical.Cinema.Fest